Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vífilsstaðavatn

01.10.2013
Vífilsstaðavatn

Eins og undanfarin ár vinna nemendur í 7. bekk veglegt verkefni á haustönn í tengslum við lífríki Vífilsstaðavatns. Fuglar, fiskar, skordýr og gróður eru helstu viðfangsefni þeirra en á fyrstu haustdögum heimsækja þeir vatnið og afla sér gagna og sýna til að vinna frekar með í skólanum.  Farið var tvisvar hjólandi í heimsókn að vatninu. Einnig fá nemendur fræðslu frá vísindamönnum eins og fiskifræðingi og jarðfræðingi sem þeir annað hvort heimsækja eða fá í heimsókn til sín. Í gær rannsökuðu nemendur sýni úr vatninu sem þeir tóku fyrr um daginn og var líf og fjör í  tuskunum þegar krufning á lífverunum fór fram. Myndir frá ferðunum að vatninu og  aðgerðunum er hægt að sjá í myndasafni skólans.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband