Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gönguferð

04.09.2013
Gönguferð

Í morgun eftir morgunsamveru fóru nemendur og starfsfólk skólans í klukkustundar gönguferð um Garðabæ í tilefni þess að í dag hófst verkefnið "Göngum í skólann" sem sagt var frá í frétt hér á vefnum í gær. Sjöundi bekkur hjólaði að Vífilsstaðavatni en nemendur eru að vinna verkefni sem tengt er náttúrunni við Vífilsstaðavatn. Fimmti bekkur fór með kennurum sínum á Klambratún í Reykjavík. Veðrið lék við okkur og voru allir glaðir að fá að vera úti í sólinni enda hefur hún ekki mikið  látið sjá sig síðast liðna daga svo nú var um að gera að grípa tækifærið og bregða sér út fyrir veggi skólans.

Hægt er að skoða myndir í myndasafni skólans og hér fyrir neðan er myndaröð frá gönguferðinni um Garðabæ. 

 

Til baka
English
Hafðu samband