Hvernig vin vil ég eiga?
Verkefni fyrstu daga skólastarfsins er vinaverkefnið "Hvernig vin vil ég eiga"?
Vinabekkir fóru í heimsókn hver til annars og unnu saman að margvíslegum verkefnum. Lesnar voru sögur sem tengdust þessu þema, m.a. bókin "Má ég vera memm"? eftir Hörpu Lútersdóttur. Fróðlegar og góðar umræður fóru fram eftir lesturinn. Nemendur hönnuðu vinabönd, vinakörfur og spiluðu á margvísleg spil sem til eru á bókasafni skólans.
Vinabekkirnir 7. bekkur og 5 ára bekkur hafa kynnst örlítið. Í gær, fimmtudag, fór 7. bekkur í heimsókn í 5 ára bekkinn og hjálpuðu þeim að klæða sig í útifötin og fóru með þeim út í leiki. Sumir fóru í fótbolta, aðrir að róla. Í dag bauð síðan 7. bekkur 5 ára bekknum í heimsókn og gáfum þeim vinabönd sem þeir höfðu útbúið og spiluðu við þá.