Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumar hjá 5 ára bekk

21.06.2013
Sumar hjá 5 ára bekk

 

Í vikunni fóru krakkarnir í 5 ára bekk bæði í Þjóðminjasafnið og Sjóminjasafnið. 

Vel var tekið á móti okkur í Þjóðminjasafninu þar sem við fengum góða leiðsögn og sáum við meðal annars beinagreindur, gamla aska, styttur og skip. Við fengum að fylgjast með skartgripagerð og sjá töfralykilinn fræga úr bíómyndinni "Sveppi og dularfulli töfraskápurinn".

Á Sjóminjasafninu sáum við ýmislegt sem tengist hafinu og fengum við meðal annars að halda á harðfiski og saltfiski. Eftir skoðunarferð inni á safninu fórum við út í varðskipið Óðinn sem liggur við bryggjuna fyrir utan. Þar fengum við að fara um allt skip og þeir sem vildu fengu að sitja í skiptstjórasætinu. Veðrið lék við okkur og að lokinni heimsókn snæddum við hádegisverð á bryggjunni fyrir utan safnið. Eftir að heim var komið ákváðum við að snæða nónhressinguna úti líka. 

Myndir frá ferðunum liggja í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband