Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarfsverkefni um fugla

05.06.2013
Samstarfsverkefni um fugla

Í maí unnu nemendur í 4. og 5. bekk sameiginlegt verkefni um fugla á Íslandi. Var nemendum skipt í hópa blönduðum úr báðum árgöngum. Vinnan fólst í því að finna upplýsingar um íslenska fugla og búa til veggspjald með upplýsingunum. Einnig bjuggu nemendur til fugla úr gifsi og máluðu þá. Ánægjulegt var að sjá hve vel þeim gekk að vinna saman og árangur var ótrúlega flottur. Hægt er að skoða myndir af afurð verkefnisins og vinnuferlinu í myndasafni skólans.

null  null 
Til baka
English
Hafðu samband