Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlupu 1887 km - lengra en hringveginn

04.06.2013
Hlupu 1887 km - lengra en hringveginn

Þrátt fyrir rok og rigningu í gær hlupu nemendur Flataskóla í Unicef hlaupinu tæplega 1900 km samtals. Hlaupið var flutt að skólanum í stað þess að hlaupa með læknum eins og upphaflega stóð til en veður var betra í skjóli hússins. Hlaupnir voru 1887 km sem er vel rúmlega lengd hringvegarins. Þeir sem hlupu mest hlupu 26km sem verður að teljast aldeilis ótrúlegur árangur. T.d. hlupu nemendur í 1.bekk samtals 231km sem er langleiðin á Kirkjubæjarklaustur. Bæði eldri og yngri nemendur tóku þátt í hlaupinu af lífi og sál og ríkti mikill samhugur í hópnum. Sérstaklega var gaman að fylgjast með elstu nemendunum sem tóku yngstu börnin undir sinn verndarvæng og hlupu með þeim. Flestir höfðu sett sér persónuleg markmið og voru langflestir sem náðu þeim og jafnvel meira en þeir höfðu stefnt að.

null

Til baka
English
Hafðu samband