Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskólaleikar

22.05.2013
Flataskólaleikar

Í morgun voru haldnir Flataskólaleikar sem er árlegur viðburður á vorin í skólanum. Nemendum er skipt upp í litla hópa þvert á árganga sem fara á milli stöðva. Á stöðvunum fást nemendur við mismunandi viðfangsefni/þrautir undir stjórn starfsfólks skólans. Má þar m.a. nefna reiptog, hælahark, snú snú, körfubolta, kubbur, krikket, hreystibraut, boðhlaup, sipp, boccia, víkingaspil o.fl. Má segja að veðrið hafi leikið við okkur þótt golan væri nokkuð köld en sólin lét ekki sitt eftir liggja og skein án afláts. Leikarnir fóru vel fram og var ekki annað að sjá en að nemendum þætti þetta ágætis tilbreyting frá skólastarfinu innan veggja skólans. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband