5. sæti í Schoolovision
Í morgun var uppskeruhátið í eTwinningverkefninu Schoolovision. Flataskóli fékk 155 stig og hafnaði í 5. sæti af 38 með laginu "Little Talks" og má því vel við una. Það var 6. bekkur sem útsetti lagið fyrir keppina. Það var gífurlega stemming í hátíðarsalnum þegar verið var að telja niður en varpað var beint frá stigagjöfinni á stórt tjald á veggnum og voru flestir nemendur skólans viðstaddir. Ísrael hlaut fyrsta sætið með 218 stig en hægt er að lesa frekar um þennan viðburð á vefsíðu verkefnisins.
Í tilefni hátíðarinnar fékk skólinn heimsókn frá sjónvarpinu þar sem tekið var viðtal við nemendur sem birt verður í fréttum sjónvarpsins á næstunni. Hægt er að nálgast viðtalið hér.
Frétt um schoolovision frá Belgíu, þar er fjallað um verkefnið og þátttöku nemenda í því.