Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimskautavísindin í skólastofuna

02.04.2013
Heimskautavísindin í skólastofunaÍ dymbilvikunni hittust 30 manns frá 12 löndum í borginni Coimbra í Portúgal til að ræða hvernig hægt væri að færa heimskautavísindin inn í kennslu barna og unglinga. Með því vilja þeir vekja athygli á því sem er að gerast í umhverfismálum heimsins. Þarna voru samankomnir kennarar og vísindamenn sem hafa mikinn áhuga á þessum málum og eru að eða hafa kynnt sér þau og reynt að fá aðra með sér í að vinna með þessi mál. En það er eins og með alla hluti sem ekki eru beint sjáanlegir eða áþreifanlegir að þeir vilja gleymast svo það verður alltaf annað slagið að dusta af þeim rykið og færa þá upp á yfirborðið aftur.

Í þessum þriggja daga vinnubúðum var farið yfir ýmis konar verkefni sem tengjast heimskautasvæðunum og nýjar rannsóknir þar að lútandi kynntar. Það er ekki svo víða sem verkefni tengd heimskautamálum fá umfjöllun í skólastofunum en þess er svo sannarlega þörf, því þetta kemur okkur öllum við. Sérstaklega núna þar sem loftslagsbreytingar eru mjög farnar að gera vart við sig víða um heim. Breytingarnar eru meiri og verða fyrr en ráð var gert fyrir samkvæmt rannsóknum og niðurstöðum frá módelum sem sett hafa verið upp í þessum tilgangi. Má t.d. nefna hækkun yfirborðs sjávar vegna bráðnunar jökla og súrnunar heimshafa vegna koldíoxíðmengunar.

Kolbrún kennsluráðgjafi í Flataskóli var ein þeirra sem tók þátt í vinnubúðunum og tók hún heim með sér margvíslegan fróðleik um þessi málefni sem mun vonandi nýtast íslenskum kennurum þegar fram í sækir. Aðrir þátttakendur voru frá Englandi, USA, Canada, Búlgaríu, Sviss, Belgíu, Hollandi, Portúgal, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og hafa flest þessi lönd styrkt rannsóknir á heimskautasvæðunum á undanförnum árum. 

Bláir saltkubbar - tilraun til að skoða sjávarstrauma Tilraun um sjávarstrauma.

Bláir, saltir ískubbar settir í vatn (þeir fljóta) og rautt litarefni sett í hinn enda kersins til að sjá hvað gerist þegar kubbarniar þiðna. Tilraunin er til að sýna hvernig sjávarstraumar virka.



Til baka
English
Hafðu samband