Heimskautavísindin í skólastofuna
Í þessum þriggja daga vinnubúðum var farið yfir ýmis konar verkefni sem tengjast heimskautasvæðunum og nýjar rannsóknir þar að lútandi kynntar. Það er ekki svo víða sem verkefni tengd heimskautamálum fá umfjöllun í skólastofunum en þess er svo sannarlega þörf, því þetta kemur okkur öllum við. Sérstaklega núna þar sem loftslagsbreytingar eru mjög farnar að gera vart við sig víða um heim. Breytingarnar eru meiri og verða fyrr en ráð var gert fyrir samkvæmt rannsóknum og niðurstöðum frá módelum sem sett hafa verið upp í þessum tilgangi. Má t.d. nefna hækkun yfirborðs sjávar vegna bráðnunar jökla og súrnunar heimshafa vegna koldíoxíðmengunar.
Kolbrún kennsluráðgjafi í Flataskóli var ein þeirra sem tók þátt í vinnubúðunum og tók hún heim með sér margvíslegan fróðleik um þessi málefni sem mun vonandi nýtast íslenskum kennurum þegar fram í sækir. Aðrir þátttakendur voru frá Englandi, USA, Canada, Búlgaríu, Sviss, Belgíu, Hollandi, Portúgal, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og hafa flest þessi lönd styrkt rannsóknir á heimskautasvæðunum á undanförnum árum.
Tilraun um sjávarstrauma.
Bláir, saltir ískubbar settir í vatn (þeir fljóta) og rautt litarefni sett í hinn enda kersins til að sjá hvað gerist þegar kubbarniar þiðna. Tilraunin er til að sýna hvernig sjávarstraumar virka.