Lífshlaupið - verðlaunaafhending
Viðurkenningar voru afhentar föstudaginn 1. mars fyrir þátttöku í lífshlaupinu. Einn fulltrúi úr hverjum árgangi fór til að taka á móti þeim ásamt nokkrum kennurum og skólastjóra. En nemendur í Flataskóla urðu í fyrsta sæti í sínum flokki í hlaupinu sem hófst í byrjun febrúar og stóð í tvær vikur. Nemendur slógu ekki slöku við og unnu nú annað árið í röð. Kennararnir voru duglegir að hvetja þá til að hreyfa sig og var oft farið í göngutúra með hópana. Nemendur hreyfðu sig að meðaltali 9,82 daga í 731,41 mínútu og voru þeir meira en heilum hærri en nemendur í næsta skóla á eftir.
Starfsfólk skólans hafnaði svo í öðru sæti að þessu sinni en mjög lítill munur var á tveimur efstu vinnustöðunum eða 0,6 dagar. Skapaði þetta mikla samkennd og eftirvæntingu meðal starfsmanna og þar sem verkefnið lenti inn í vetrarfríi var tölvupósturinn óspart notaður til að hvetja fólk til dáða. Verkefni starfsfólk stóð yfir í 3 vikur eða viku lengur en hjá nemendum og eru nú nokkrir starfsmenn komnir á bragðið og ætla að halda áfram að hreyfa sig og skrá á síðu lífshlaupsins til að fylgjast betur með hreyfingu sinni.
Hægt er að skoða fréttir og stöðuna á vefsíðu lifshlaupsins. Einnig eru hér myndir frá verðlaunaafhendingunni.