Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferðin - vetrarfrí í næstu viku

15.02.2013
Skíðaferðin - vetrarfrí í næstu viku

Í dag var farið með eldri deildirnar í skíðaferð í Bláfjöll í yndislegu veðri. Haldið var af stað strax við skólabyrjun í morgun og komið heim rúmlega 3 eftir hádegi. Allt gekk afar vel upp, allir sem vildu fóru á skíði/bretti/sleða og renndu sér um svæðið. Stólalyftan var síðan opnuð um hádegið og vakti það lukku en þá voru margir búnir að æfa sig svo vel að þeim tókst að takast á við fjalllið með því að fara upp í stólalyftunni. Myndir úr ferðinni má sjá í myndasafni skólans.

Vetrarfrí hefst svo í næstu viku í öllum skólum Garðabæjar og nemendur mæta í skólann aftur 25. febrúar skv. stundaskrá.

Til baka
English
Hafðu samband