Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennsluáætlun í íþróttum fyrir vorið

14.01.2013
Kennsluáætlun í íþróttum fyrir vorið

Komin er úr ný kennsluáætlun í íþróttum fyrir vorönnina. Hana er að finna hér. Endilega kynnið ykkur hana. Við íþróttakennsluna er haft að leiðarljósi að markvisst íþrótta- og hreyfinám hefur ekki aðeins góð áhrif á líkamlega heilsu hvers nemanda, heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á andlega og félagslega líðan. Eitt það mikilvægasta, sem hver skóli getur veitt nemendum sínum, er að styrkja sjálfsmynd hans og vellíðan. Slíkt er hægt að gera með markvissum æfingum og leikjum þar sem þroskaþættir eru hafðir að leiðarljósi. Kennsla 1., 2. og 3. bekkja er mest í formi leikja og æfinga, þar sem lögð er áhersla á að hver og einn finni sig í þátttöku leikja, sem einstaklingur og í hóp. Nemendur fá að kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum og grunnþáttum þeirra. Kennsla 4., 5., 6. og 7.bekkja fer fram í lotum. Þannig fær hver íþróttagrein 3 - 4 vikur eða 6 - 8 kennslustundir, hverri lotu lýkur svo með námsmati. Nemendur fá þannig að kynnast hverri íþróttagrein mun betur og innviðum hennar. 

Til baka
English
Hafðu samband