Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eldað á Netinu

29.10.2012
Eldað á Netinu

Á föstudaginn fengu nemendur í Póllandi tækifæri til að fylgjast með nemendum í 6. bekk við vinnu í skólaeldhúsinu okkar. Viðfangsefnið var brauðbakstur undir leiðsögn Elínar deildarstjóra. Aðstæður nemendur eru mjög mismunandi í þessum löndum en póski skólinn býður ekki nemendum sínum upp á skólaeldhús og þurfa nemendur að koma sjálfir með koppa og kirnur til að vinna verkefni tengd heimilisfræði. Notaður var hugbúnaðurinn "Flashmeeting". Þetta er eTwinningverkefni þar sem nemendur tengja saman landafræði, matarmenningu, tungumálanám, heimilisfræði og upplýsingatækni. Hér er hægt er að skoða myndir í myndasafni skólans.

 

null

Til baka
English
Hafðu samband