Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur heimsækir Alþingi

18.10.2012
2. bekkur heimsækir AlþingiÍ dag fór annar bekkur í heimsókn á Alþingi við Austurvöll. Veðrið var yndislegt, farið var með strætisvagni til Reykjavíkur og gekk ferðin vel og var mjög skemmtileg. Nemendur fengu fræðslu um sögu hússins og starfsemi þess. Allir fengu að hlusta á Viskubrunninn og þótti þeim það virkilega gaman. Þarna brá fyrir fólki eins og Jóhönnu og Ögmundi ráðherrum og þingmönnunum Álfheiði og Þór ásamt fleirum. Svo kynntust þau afar flottum lögreglumanni í lögreglubúning sem gaf sig að þeim og spjallaði við þau. Þá var farið inn í Ráðhús Reykjavíkur en borgarstjórinn var því miður ekki við. Ferðin er liður í námsefni sem nemendur eru að vinna með og heitir "Komdu og skoðaðu land og þjóð". Nemendur voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Myndir úr ferðinni liggja inn á myndasafni skólans.
Til baka
English
Hafðu samband