Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bekkur sækir R-ið

16.10.2012
1. bekkur sækir R-ið

Nú eru fyrstu bekkingar að læra um bókstafinn R í skólanum. Í tilefni af því fóru þeir til Reykjavíkur í vettvangsferð með strætisvagni til að sækja R-ið.
Þeir gengu um Austurstræti og þaðan yfir á Austurvöll og skoðuðu styttuna af Jóni Sigurðssyni forseta. Síðan virtu þeir fyrir sér Alþingishúsið að utan en þar inni sitja ráðherrar.
Þá var haldið niður á tjörn til að gefa öndunum brauð og kíkja stóra landakortið af Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta var skemmtileg ferð með frábærum og flottum nemendum. Myndir úr ferðinni eru í myndasafni skólans.

 

null

 

Til baka
English
Hafðu samband