Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera

03.10.2012
Morgunsamvera

Í morgun var morgunsamvera eins og venjulega á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, en þá koma allir nemendur og starfsfólk á sal og eiga notalega stund og syngja saman. Samveran er einnig notuð til að koma á framfæri skilaboðum, tilkynningum og fleiru í þeim dúr. Í morgun var nemendum sagt að í fyrramálið færu allir í skólanum í Guðmundarlund í Kópavogi og þeir áminntir að klæða sig vel því það væri farið að kólna í veðri. Þá fengu yngstu nemendur endurskinsmerki frá Lýðheilsustöð og þeir jafnframt hvattir til að ganga í skólann og þar sem endurskinsmerkið var eins og tönn í laginu var einnig minnt á að bursta alltaf tennurnar daglega.

Hér er smámyndskot af samverunni í morgun.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband