Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera

24.08.2012
Morgunsamvera

Í morgun var fyrsta morgunsamvera vetrarins, en þetta er nýr siður sem er verið að taka upp í Flataskóla. Nemendur og starfsfólk koma saman þrisvar í viku í 20 mínútur til að syngja og heyra nýjustu tilkynningar sem skjólastjórnendur telja að þeir þurfi að fá. Í morgun sagði skólastjórinn þeim hvernig ætti að flokka sorp og sýndi þeim ílátin sem þau áttu að flokka í. Þessi fyrsta samvera tókst afar vel að okkar mati og lofar góðu. Nemendur voru til fyrirmyndar í alla staði. Við fögnuðum því einnig að nokkrir foreldrar létu sjá sig og hvetum fleiri til að feta í fótspor þeirra. Myndbandið hér fyrir neðan var tekið við þetta tækifæri.

Myndir eru einnig í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband