Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynning á steinaverkefni

24.05.2012
Kynning á steinaverkefni

Í morgun var gæðastund með fyrstu bekkingum og foreldrum þeirra í hátíðarsal skólans. Ingibjörg bókasafnsfræðingur og kennarar 1. bekkja kynntu verkefni sem börnin hafa verið að vinna undanfarið með íslenska steina. Í verkefninu völdu nemendur sér stein og sögðu frá honum en einnig fóru þeir út í hraun og fundu hrauntröll sem þau skreyttu með augum, nefi og munni. Verkefnið var unnið í samstarfi við bókasafnið þar sem nemendur leituðu sér upplýsinga um steinana í gögnum sem þar er að finna og með aðstoð Ingibjargar segja þau frá því um leið og það er tekið upp. Eftir kynninguna fengu foreldrar að skoða flott steinatröll og möppur sem börnin höfðu búið til ásamt því að gæða sér á veglegu hlaðborði sem foreldrar höfðu lagt til.

Myndir frá kynningunni er að finna í myndasafni skólans.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband