Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókakynning fyrir vinabekk

10.05.2012
Bókakynning fyrir vinabekk

Að undanförnu hafa bækur sem foreldrar nemenda í Flataskóla lásu sem börn verið stillt upp á áberandi stað í skólasafninu til að vekja athygli nemenda á þeim.  Tveir nemendur úr sjöunda bekk, þeir Gunnlaugur Hans og Tryggvi Pétur buðu vinabekk sínum, sem er þriðji bekkur, á skólasafnið og kynntu fyrir þeim þessar bækur. Síðan völdu þeir sitt hvora bókina sem þeir höfðu lesið sjálfir og sögðu nemendum frá þeim ásamt því að lesa smákafla úr þeim fyrir þá. Bækurnar sem þeir völdu heita Nancy og leyndarmál gömlu klukkunnar og Adda kemur heim. Frásagnir þeirra voru skemmtilegar og það hefði mátt heyra saumnál detta svo áhugasamir og stilltir voru áheyrendurnir. Við þökkum þeim Gunnlaugi og Tryggva kærlega fyrir og áhugi er á að fá fleiri vinabekki til að vinna svona saman. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband