Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynning á bókasafni

04.05.2012
Kynning á bókasafni

Á vorönn hafa nemendur í 5.bekk unnið stórt og mikið verkefni um landafræði Íslands á skólasafninu með aðstoð bekkjarkennara og bókasafnsfræðingi skólans. Bekkjunum var skipt í átta hópa og hver hópur vann með einn landshluta. Nemendur öfluðu upplýsinga í bókum, af Netinu og af margmiðlunardiskum og útbjuggu powerpoint-kynningu. Hver hópur valdi sér þjóðsögu sem tengdist landshluta hans og endursagði hana og tengdi inn á kynninguna. Sumir hópar fundu tónlist eða myndbönd sem tengdust efninu og sýndu brot úr þeim.
Nemendur notuðu hugbúnaðinn "Google Earth" til að kanna landshætti og afrituðu myndir þaðan sem þeir notuðu í kynningarnar.
Síðustu tvo daga var forráðamönnum nemenda boðið á skólasafnið þar sem nemendur kynntu verkefni sín. Að því loknu buðu foreldrar upp á morgunverð í matsalnum. Einnig var sýnt myndhljóðaverkefni sem unnið var á listadögum af 5. og 6. bekk þar sem margir foreldrar höfðu ekki séð það áður. Var þetta mjög ánægjuleg og lærdómsrík morgunstund. Fleiri myndir eru á myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband