Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bekkur í Hörpuna

08.03.2012
1. bekkur í Hörpuna

Miðvikudaginn 7. mars fékk fyrsti bekkurinn okkar tilboð um að heimsækja tónlistarhúsið Hörpuna. Í Norðursal var verið að sýna Pétur og úlfinn þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir. Nemendur og kennarar skemmtu sér konunglega á þessari frábæru sýningu þar sem hljómsveit, sögumaður og leikbrúður léku á alls oddi. Að lokinni sýningu fengu nemendur frostpinna sem veitingastaðurinn Munnharpan bauð uppá. Var glæsilega staðið að móttöku nemenda okkar og höfðu nokkrir á orði að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir kæmu í Hörpuna og þeim fannst það afar merkilegt.

Myndir frá heimsókninni í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband