Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrar fengu fræðslu

12.01.2012
Foreldrar fengu fræðslu

Í morgun fengu foreldrar fræðslu hjá nemendum í 6. bekk um Norðurlöndin sem haldin var á skólasafninu.  Nemendur hafa búið til vefi á Wikispaces með ýmsum fróðleik um Norðurlöndin og þótti tilvalið að fá foreldra í heimsókn og sýna þeim afraksturinn. Kynningarnar voru mjög mismunandi þar sem nemendur réðu sjálfir hvernig þeir nálguðust efnið og kynntu það. Í upphafi verkefnisins tóku nemendur þátt í "Gettu betur" leik á skólasafninu, síðan tók við hugstormun til þess að þeir gætu áttað sig á hvað þeir vildu sýna á vefunum.  Að lokinni kynningu buðu foreldrar upp á morgunverð inn í kennslustofu barnanna. Var þetta mjög ánægjuleg og lærdómsrík morgunstund.

Vefina er hægt að skoða hér.

Til baka
English
Hafðu samband