Sumarlesturinn
Nemendur í 3. bekk fóru nýlega ásamt Ingibjörgu, bókasafnsfræðingi og kennurum sínum í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar. Rósa barnabókavörður tók á móti hópnum og fræddi nemendur um hvað almenningssafnið hefur upp á að bjóða. Hún sýndi þeim safnið og kynnti fyrir þeim SUMARLESTURINN.
Mjög mikilvægt er að nemendur lesi sem mest í sumarfríum sínum og er því SUMARLESTURINN góð leið til að viðhalda lestrarfærninni.
SUMARLESTURINN hefst 8. júní og lýkur 15. ágúst. Börnin geta skráð sig á bókasafninu 6. og 7. júní og fengið þá lestrardagbók þar sem þau skrá allt sem þau lesa yfir sumarið og blaðsíðufjölda. Þau fá límmiða í bókina sína, hengja epli og laufblöð á bókatréð okkar, fá glaðning ef þau skila inn lestrardagbókinni sinni fyrir 16.ágúst og á verðlaunahátíðinni fá allir viðurkenningarsköl, þeir sem lesa mest í hverjum árgangi fá bók í verðlaun og dregið verður úr happdrættispotti og haldin grillveisla. Markmiðið er að auka lestur barna yfir sumartímann svo þau viðhaldi þeirri lestrarfærni sem þau hafa öðlast yfir veturinn. Undanfarin ár hefur verið mikil aðsókn í Sumarlesturinn og börnin hafa lesið samtals yfir 100.000 blaðsíður.
Með því að taka þátt í Sumarlestrinum kynnast börnin einnig bókasafninu sínu sem býður börnum að 18 ára aldri frí afnot af fjölbreyttu úrvali af lesefni fyrir börn á öllum aldri.
|
Sumarlesturinn
Nemendur í 3. bekk fóru nýlega ásamt Ingibjörgu, bókasafnsfræðingi og kennurum sínum í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar. Rósa barnabókavörður tók á móti hópnum og fræddi nemendur um hvað almenningssafnið hefur upp á að bjóða. Hún sýndi þeim safnið og kynnti fyrir þeim SUMARLESTURINN.
Mjög mikilvægt er að nemendur lesi sem mest í sumarfríum sínum og er því SUMARLESTURINN góð leið til að viðhalda lestrarfærninni.
SUMARLESTURINN hefst 8. júní og lýkur 15. ágúst. Börnin geta skráð sig á bókasafninu 6. og 7. júní og fengið þá lestrardagbók þar sem þau skrá allt sem þau lesa yfir sumarið og blaðsíðufjölda. Þau fá límmiða í bókina sína, hengja epli og laufblöð á bókatréð okkar, fá glaðning ef þau skila inn lestrardagbókinni sinni fyrir 16.ágúst og á verðlaunahátíðinni fá allir viðurkenningarsköl, þeir sem lesa mest í hverjum árgangi fá bók í verðlaun og dregið verður úr happdrættispotti og haldin grillveisla. Markmiðið er að auka lestur barna yfir sumartímann svo þau viðhaldi þeirri lestrarfærni sem þau hafa öðlast yfir veturinn. Undanfarin ár hefur verið mikil aðsókn í Sumarlesturinn og börnin hafa lesið samtals yfir 100.000 blaðsíður.
Með því að taka þátt í Sumarlestrinum kynnast börnin einnig bókasafninu sínu sem býður börnum að 18 ára aldri frí afnot af fjölbreyttu úrvali af lesefni fyrir börn á öllum aldri.
|