Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestur á skólasafni

30.11.2010
Upplestur á skólasafni Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Margrét Örnólfsdóttir kom í heimsókn á skólasafnið föstudaginn 26. nóvember. Hún las upp úr nýútkominni bók sinni „Aþena. Hvað er málið með Haítí“ fyrir nemendur í 5. og 7. bekk en það er sjálfstætt framhald af sögunni „Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi)“. Bókin höfðar greinilega vel til barna, enda bráðskemmtileg, fjörug, fyndin og nútímaleg.
Á meðan á lestrinum stóð hefði mátt heyra saumnál detta því svo hugfangin voru börnin af útskýringum og lestri Margrétar.
Til baka
English
Hafðu samband