Gjöf til eTwinningkennara
Á vordögum kom Guðmundur Ingi Markússon starfsmaður hjá Alþjóðaskrifstofu HÍ sem stýrir eTwinning verkefnum á Íslandi með gjafir til kennara sem unnið höfðu að verkefninu Schoolovision 2010. En það voru minnislyklar sem koma sér vel við tölvuvinnuna næsta vetur. En eins og komið hefur fram áður í fréttum á vefsíðu skólans vann verkefnið til fyrstu verðlauna í keppninni Schoolovision 2010. Stjórnandi verkefnisins Michael Purves frá Skotlandi sendi verðlaunabikar til skólans en hann náði ekki nægilega snemma þannig að nemendur sem tóku þátt í verkefninu voru farnir í sumarfrí nema einn hún Ragnheiður Sóllilja og sýnir hún bikarinn hér á myndinni fyrir neðan. Á hinni myndinni hér fyrir neðan er kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni að sýna kennurum bíkarinn og afhenda minnislyklana á síðasta kennarafundi vetrarins.Tekin verður mynd af öllum keppendum verðlaunalagsins með bikarinn þegar þeir mæta til starfa í haust og hún sett á vefsíðu verkefnisins.