Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2.bk. í Hellisgerði

04.06.2010
2.bk. í Hellisgerði

Snillingarnir í öðrum bekk fóru í skemmtilega ferð í almenningsgarðinn Hellisgerði um daginn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Veðrið lék við okkur og krakkarnir voru til fyrirmyndar bæði í strætisvagnaferðunum til og frá svo og í garðinum sjálfum. Þau skemmtu sér hið besta, sáu álfa og huldufólk, klifu kletta og bleyttu tærnar í lítilli tjörn. Myndirnar tala sínu máli.

Til baka
English
Hafðu samband