Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kaffihúsastemning á skólasafni

13.02.2009
Kaffihúsastemning á skólasafniÞriðjudaginn 10. febrúar var síðdegisopnun á skólasafninu í tengslum við lestrarátakið Lesum saman - verum saman. Margir lögðu leið sína á bókasafnið eða um 60 manns. Það var gaman að sjá hve margir sáu sér fært að koma og eiga saman góða lestrarstund. Lestrartjaldið var vinsælt og þótti börnunum spennandi að vera í tjaldinu og lesa með vasaljós. Þá þótti líka gott að fá sér kaffi eða djússopa en á síðdegisopnuninni var gerð undantekning á þeim sið að vera með mat og drykk fjarri bókunum.
Við vonumst til að lestrarátakið Lesum saman – verum saman verði árlegur viðburður héðan í frá.  Myndir frá síðdegisopnun á verkefninu Lesum saman - verum saman.
Til baka
English
Hafðu samband