Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síðdegisopnun skólasafnsins

05.02.2009
Síðdegisopnun skólasafnsins

Nú stendur yfir lestrarátak í 1.- 4. bekk sem ber yfirskriftina LESUM SAMAN-VERUM SAMAN. Hugmyndin að þessu verkefni er fengin frá Snælandsskóla í Kópavogi. Skólasafnið býður nemendum að koma með foreldrum, ömmum og öfum á síðdegisopnun safnsins og velja saman bækur, lesa saman, taka þátt í getraun og upplifa kaffihúsastemningu.
Mikil þátttaka var í fyrri síðdegisopnun skólasafnsins sem haldin var mánudaginn 2. febrúar. Nemendur og foreldrar voru sammála um að þessi nýbreytni væri bæði skemmtileg og lestrarhvetjandi. Vonumst við til að enn fleiri sjái sér fært að koma á næstu síðdegisopnun skólasafnsins sem verður þriðjudaginn 10. febrúar klukkan 15-17:30.  Myndir frá síðustu síðdegisopnun.

Til baka
English
Hafðu samband