Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verðlaunahafi

24.10.2008
VerðlaunahafiBókmenntahátíðin ,,Draugar úti í mýri” var haldin hátíðleg í síðasta mánuði. Nemendur í 4. bekk fóru af því tilefni með skólasafnsverðinum í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar til að hlusta á Iðunni Steinsdóttur lesa draugasögu úr bókinni At og aðrar sögur.
Nemendurnir tóku einnig þátt í getraun og svo skemmtilega vildi til að Júlía Ösp Bergmann
í 4. HL var dregin úr pottinum og fékk þessa skemmtilegu bók í verðlaun. Þátttakendur voru af öllu landinu og fengu alls tíu krakkar verðlaun. Það er því mjög gaman að einn þeirra skuli vera í okkar skóla. Við óskum Júlíu Ösp innilega til hamingju!
Til baka
English
Hafðu samband