Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak 3. bekkjar

23.10.2008
Lestrarátak 3. bekkjar

Lestrarátak í 3. bekk stóð yfir í eina viku og er nú lokið. Nemendur settu sér markmið í byrjun átaksins hversu mikið þeir ætluðu að lesa. Flestir náðu markmiði sínu sem er mjög jákvætt og sumir lásu mun meira en þeir höfðu áætlað.
Til að halda utan um hvaða bækur nemendur lásu var útbúin bókahilla úr maskínupappír og sett upp á vegg skólasafnsins. Nemendur skráðu síðan heiti og blaðsíðufjölda þeirra bóka sem þeir lásu á pappírsræmur sem litu út eins og bókakilir og límdu á hilluna.
Skólasafnið veitti þremur mestu lestrarhestum árgangsins viðurkenningaskjöl og bókaverðlaun fyrir frábæran árangur.
Lestrarátakið tókst í alla staði vel og lásu nemendur mikið á þessari einu viku. Vonandi halda þeir áfram að lesa svona mikið því góð lestrarkunnátta er undirstaða góðs námsárangurs.

Til baka
English
Hafðu samband