Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fíasól og flínki teiknarinn

23.10.2008
Fíasól og flínki teiknarinn

Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir og myndlistarmaðurinn Halldór Baldursson fluttu dagskrá á skólasafninu fyrir nemendur í 4. og 5. bekk.
Kristín Helga las upp úr nýjustu bók sinni um Fíusól sem er um þessar mundir í prentsmiðjunni og kemur út einhvern næstu daga. Nemendum þótti gaman að fá upplestur úr bók sem ekki er enn tilbúin og verið er að prenta um.
Halldór, sem myndskreytt hefur allar bækurnar um Fíusól sýndi hvernig teikningarnar urðu til á teikniborðinu hans. Hann notaði teikniforrit til þess að sýna þeim hvernig hann býr til og breytir myndunum sínum í tölvunni, áður en þær birtast í bókunum.
Í lokin gaf Halldór nemendum teikningu af manni og bað þá um að semja sögu um hann þegar færi gæfist. Kristín útbjó einnig fyrir þau stuttan og skemmtilegan texta um Fjólu og bað nemendur að myndskreyta hann.
Það voru því ánægðir nemendur sem yfirgáfu skólasafnið eftir fróðlega og skemmtilega dagskrá, uppfullir af hugmyndum og tilbúnir að myndskreyta og semja sögur.
Hér er hægt að skoða myndir frá heimsókninni.

Til baka
English
Hafðu samband