Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólanum

17.10.2008
Skáld í skólanumRithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Olga Guðrún Árnadóttir heimsóttu nemendur í 6. bekk miðvikudaginn 15. október. Dagskráin sem þau fluttu á skólasafni Flataskóla var mjög skemmtileg og náðu þau vel til barnanna. Þórarinn las upp úr sínum frábæru ljóðabókum og Olga las upp úr skáldsögu sinni Peð á plánetunni jörð. Eftir upplesturinn gafst tími til umræðna og spurðu nemendur rithöfundana ýmissa spurninga sem þeim lá á hjarta.
Til baka
English
Hafðu samband