25.02.2009
Upplestrarkeppni 7. bekkja
Föstudaginn 27. febrúar verður upplestarkeppni hjá 7. bekk. Hún hefst kl. 9:10 í hátíðarsal skólans. Skemmtiatriði verða á meðan dómarar eru að dæma og foreldrar og allir aðrir aðstandendur eru hvattir til að koma.
Nánar24.02.2009
Öskudagur
Á öskudaginn ætlum við að eiga skemmtilegan dag saman í skólanum. Þá koma allir klæddir í búninga í tilefni dagsins, nemendur jafnt sem starfsfólk. Ekki verður um hefðbundna kennslu að ræða og skólastarfið verður brotið upp með ýmsum uppákomum
Nánar23.02.2009
Einelti - 1717
Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir...
Nánar23.02.2009
Sólarveisla í 4. bekk
Föstudaginn 13. febrúar s.l. hélt 4. bekkur fjórðu sólarveisluna sína í vetur. Það fór fram lýðræðisleg kosning meðal nemenda til að velja hvað ætti að gera og varð dótadagur fyrir valinu.
Nánar13.02.2009
Föstudagsfréttir
Frábærri viku er lokið.
Þessa vikuna var Surtsey ofarlega í huga 5. bekkinga. Allir bekkirnir fóru í heimsókn í Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu en þar er í gangi frábær sýning um Surtsey. Nemendur fengu fræðslu um tilurð Surtseyjar og það...
Nánar13.02.2009
Nýr nemandi í 3. OS
Nýr nemandi hefur bæst í 3. OS. Það er hún Ragnheiður Anna Þengilsdóttir. Hún kemur úr Kópavogi. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
Nánar13.02.2009
Vetrarfrí
Vikuna 16.-20. febrúar n.k. er vetrarleyfi í grunnskólum Garðabæjar. Þessa viku fellur öll kennsla niður í Flataskóla. Sjá nánar um opnun tómstundaheimilis hér.
Nánar13.02.2009
Kaffihúsastemning á skólasafni
Þriðjudaginn 10. febrúar var síðdegisopnun á skólasafninu í tengslum við lestrarátakið Lesum saman - verum saman. Margir lögðu leið sína á bókasafnið eða um 60 manns. Það var gaman að sjá hve margir sáu sér fært að koma og eiga saman góða...
Nánar13.02.2009
Val í 6. bekk
Nemendur í sjötta bekk í vali (textil) unnu þessa fallegu "skúlptúra" úr þæfðri ull. Byrjað var á því að blása upp blöðru og ullin sett utan um hana. Því næst var þæft þar til ullin var orðin þétt og stíf.
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 18
- 19
- 20
- ...
- 24