06.03.2009
Vina- og skólafærnivika
Vikuna 9. – 13. mars verður vina- og skólafærnivika í Flataskóla. Markmið vikunnar er að efla vináttu og samkennd í skólanum, kynna og festa í sessi skilning á siðum skólans og nýta jafningjafræðslu þannig að nemendur kenni hver öðrum.
Nánar05.03.2009
Opið hús í Flataskóla
Föstudaginn 6. mars kl. 12:30 er opið hús fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga og aðra þá sem áhuga hafa á að kynna sér skólann. Móttaka í anddyri og leiðsögn um skólann. Hægt er að koma í heimsóknir á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Nánar04.03.2009
Fréttir af 7.bekk
Upplestrarkeppnin gekk vel á föstudaginn og voru það Hjalti, Egill F. og Fjóla úr 7.RF og Margrét Kristín í 7.AH. sem báru sigur úr býtum og keppa þau fyrir hönd Flataskóla í stóru upplestrarkeppninni sem fram fer 17.mars nk.
Nánar03.03.2009
Vefur 1. bekkja
Nýr vefur hefur verið búinn til fyrir 1. bekk. Smelltu á nánar til að komast inn á vefinn.
Nánar03.03.2009
Kynningarfundur
Kynningarfundur um val á skóla verður miðvikudaginn 4. mars kl. 20-21.30 í Tónlistarskóla Garðabæjar. Foreldrar barna fædd 2003 eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Nánar27.02.2009
1. bekkur - Listasafn Íslands
Á bollu- og sprengidag fóru nemendur fyrstu bekkja ásamt kennurum og gestum í Listasafn Íslands. Nemendur nutu leiðsagnar Rakelar Pétursdóttur um samsýninguna Nokkra vini. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt að forminu til og margar áhugaverðar...
Nánar27.02.2009
Föstudagsfréttir
Þá er einni skemmtilegustu viku skólaársins lokið. Það er alltaf gaman að upplifa þá bræður Bolludag, Sprengidag og Öskudag.
Nánar27.02.2009
Upplestrarkeppnin 2009
Í morgun fór fram árleg upplestrarkeppni hjá 7. bekk. Tólf nemendur spreyttu sig á upplestrinum þar sem tekið var m.a. tillit til framkomu, framsagnar, hversu góð tenging var milli upplesara og áheyrenda, þagna í upplestri og tjáningu svo eitthvað sé...
Nánar26.02.2009
Öskudagurinn
Í gær var mikið fjör og gleði í skólanum. Nær allir nemendur og starfsmenn komu grímuklæddir til starfa um morguninn. Margir höfðu lagt mikið á sig við að vera sem frumlegastir og flottastir.
Nánar25.02.2009
Lesum saman - verum saman
Í rúmar tvær vikur hefur staðið yfir í Flataskóla lestrarátakið “Lesum saman – verum saman“. Markmið verkefnisins er að þjálfa og örva börn í 1.-4. bekk í lestri en lestur er grunnur að góðum námsárangri.
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 17
- 18
- 19
- ...
- 24