Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjórði bekkur fékk heimsókn frá nemendum úr FG

13.02.2025
Fjórði bekkur fékk heimsókn frá nemendum úr FGÁ mánudögum Í desember og janúar fékk 4. bekkur heimsókn frá nemendum úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Um var að ræða kúrs á Íþrótta- og tómstundabraut þar sem nemendur áttu að miðla til grunnskólanemenda vinnu/verkefni sem stuðlar að góðum samskiptum. Farið var í marga samskiptaleiki og gildi vináttu og samvinnu rædd. Þessi skemmtilega jafningjafræðsla náði í gegn og allir höfðu gagn og gaman af. Við kennarar vorum ánægðir með okkar nemendur og ekki síst ungmennin sem komu frá FG. Þeir voru góðar fyrirmyndir og stóðu sig í alla staði með stakri prýði.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband