Litlu jólin í Flataskóla
Föstudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jólafrí. Þetta er skertur skóladagur og eingöngu eru litlu jól á dagskrá þennan dag.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
- 1.2.3.og 5. bekkur 08:30 - 10:00
- 4. bekkur 09:00 - 10:30
- 6. bekkur 08:45 - 10:00
- 7. bekkur 09:30 - 10:30
Að lokinni dagskrá í skólanum fara yngri nemendur sem eru í frístund í Krakkakot og aðrir fara heim. Við biðjum foreldra nemenda að láta vita ef barn mætir ekki í Krakkakot þennan dag.
Litlu jólin fara þannig fram að nemendur eiga samverustund í umsjónarstofu og hafa með sér sparinesti. Sparinesti er smákökur og drykkur. Orkudrykkir eru ekki leyfðir. Í salnum verður svo jólaball þar sem dansað verður í kringum jólatréð. Haldin verða þrjú jólaböll til þess að allir komist fyrir og munu vinabekkir dansa saman. Gaman væri að nemendur kæmu í betri fötunum því okkur langar til að skapa hátíðlega stund.
Við biðjum fólk að taka með sér heim útifatnað og annað sem er á snögunum því skrifstofa skólans verður lokuð í jólafríinu og því erfitt að nálgast útifötin þá.
Frístundaheimilið Krakkakot er opið fyrir þau börn sem eru skráð dagana 23., 27., 30. desember og 2. janúar 2025.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3.janúar.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum jafnframt fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Kærleikskveðja,
Starfsfólk Flataskóla