Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimilisfræði

06.11.2024
HeimilisfræðiHeimilisfræði er fag sem heillar flesta ef ekki alla nemendur skólans. Þar fer fram mikil sköpun. Nemendur læra að fara eftir uppskriftum, njóta þess að blanda saman hráefnum, hræra, hnoða, skera og fletja út. Í hverri kennslustund spreyta þeir sig á nýju verkefni og takast á við nýjar áskoranir sem bætast í reynslubankann góða. Eitt af markmiðum okkar í heimilisfræði er að nemendur fáist við verkefni sem þau geta síðan endurtekið heima, ýmist án aðstoðar eða með fullorðinn sér við hlið allt eftir aldri og þroska.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband