Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðlegi bangsadagurinn og bangsaball

29.10.2024
Alþjóðlegi bangsadagurinn og bangsaballAlþjóðlegi bangsadagurinn er haldinn 27. október ár hvert. Þar sem daginn bar upp á sunnudag þetta árið tókum við á bókasafninu forskot á sæluna og héldum upp á hann með pompi og prakt fimmtudaginn 24. október. Nemendur í 1. og 2. bekk komu með bangsana sína í sögustund á safnið þar sem bókin Bangsi lærir að synda var lesin. Bangsarnir og eigendur þeirra voru hinir stilltustu á meðan sagan var lesin en eftir það færðist heldur betur fjör í leikana þar sem það brast á með Bangsaballi! Bangsar, börn, kennarar og bókasafnsfræðingur skemmtu sér hið besta.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband