Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6.bekkur á alþjóðlega kvikmyndahátíð UngRIFF

30.09.2024
6.bekkur á alþjóðlega kvikmyndahátíð UngRIFF

Miðvikudaginn 25. september var nemendum í 6. bekk boðið á Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Nemendur tóku strætó í Smárabíó og var mikil tilhlökkun meðal nemenda. Hátíðin hófst á því að forseti Ísland, Halla Tómasdóttir veitti heiðurverðlaun UngRIFF en tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu og auka kvikmyndalæsi . Finnska myndin Hnerri og Skvetti og leitin að týndu holunum var frábær í alla staði, skemmtileg, spennandi og fyndin. Í framhaldinu unnu nemendur verkefni tengdu myndinni með það að markmiði að þjálfa kvikmyndalæsi.

Til baka
English
Hafðu samband