5.bekkur lærir um víkingaöldina
Nemendur og kennarar í 5. bekk fóru á sýninguna Siglt til Íslands á Landnámssýningunni í byrjun september. Ferðin var farin til að kveikja áhuga nemenda á lífinu á víkingaöld (800-1050) en það er námsefnið í samfélagsfræði næstu 2-3 mánuði. Safnstjórinn tók á móti hópunum og sýndi þeim hvernig undirbúningur fyrir siglingu til Íslands var, hvernig skipin voru smíðuð og seglin ofin. Þau fengu einnig að sjá gamla muni og klæðnað víkinga, kynnast geymsluaðferðum á mat og hvaða dýr fengu að fara með í ferðina yfir hafið. 5. bekkur mun svo fara á sýninguna Heima í stofu með víkingum þegar líður á október þar sem þau kynnast heimilum fólks á víkingaöld.
5.bekkur lærir um víkingaöldina
Nemendur og kennarar í 5. bekk fóru á sýninguna Siglt til Íslands á Landnámssýningunni í byrjun september. Ferðin var farin til að kveikja áhuga nemenda á lífinu á víkingaöld (800-1050) en það er námsefnið í samfélagsfræði næstu 2-3 mánuði. Safnstjórinn tók á móti hópunum og sýndi þeim hvernig undirbúningur fyrir siglingu til Íslands var, hvernig skipin voru smíðuð og seglin ofin. Þau fengu einnig að sjá gamla muni og klæðnað víkinga, kynnast geymsluaðferðum á mat og hvaða dýr fengu að fara með í ferðina yfir hafið. 5. bekkur mun svo fara á sýninguna Heima í stofu með víkingum þegar líður á október þar sem þau kynnast heimilum fólks á víkingaöld.