Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur í Flataskóla

22.02.2023
Öskudagur í FlataskólaMikil gleði ríkti í Flataskóla í dag, öskudag. Nemendur og starfsfólk klæddist fjölbreyttum búningum af ýmsum toga. Sjá mátti bæði myglu og myglusveppi á sveimi hjá starfsmönnum og ýmislegt fleira skemmtilegt. Nemendur voru skrautlegir sumir góðlegir en aðrir ógurlegir. Diskótekið Dísa hélt  uppi fjöri á aldurs skiptum böllum  í Ásgarði, nammi var afhent og umsjónarkennarar skipulögðu ýmislegt skemmtilegt í kennslustofum. Pizza var svo framreidd í hádegismat og allir fóru heim eða í Krakkakot kl. 12:00. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband