Skólastarf eftir vetrarfrí
19.02.2023
Skólastarf í Flataskóla hefst að nýju á mánudaginn, 20. febrúar, kl. 11:00. Nemendur mæta sem hér segir
1. bekkur - sami inngangur og venjulega í austurálmu skólans
2. bekkur - sami inngangur og venjulega í austurálmu skólans
3. bekkur - sami inngangur og venjulega í miðálmu skólans
4. bekkur - sami inngangur og venjulega í vesturálmu skólans
5. bekkur - ATH inngangur í norðurálmu skólans
6. bekkur - sami inngangur og venjulega í vesturálmu skólans
7. bekkur - Lausar kennslustofur og rými á Garðatorgi - forráðamenn 7. bekkjar fá sérstakan póst með leiðbeiningum
Mötuneytið fer í gang strax á mánudag, nemendur munu matast á venjulegum tímum skv. stundaskrá og skóladegi lýkur einnig skv. stundaskrá.
Framkvæmdir síðustu tvær vikurnar gengu nokkurn veginn samkvæmt áætlun en það er smá frestun á afhendingu þriggja kennslustofa sem hefur áhrif á niðurröðun í húsið fyrstu dagana. Milli Flataskóla og Garðaskóla er komin húseining með tveimur kennslustofum sem mun nýtast okkur næstu mánuðina og á næstu tveimur vikum verður sett niður önnur tveggja kennslustofu eining á skólalóðina. Að minnsta kosti tvær kennslustofur til viðbótar í skólahúsinu verða tilbúnar í vikunni Það verða því nokkrar tilfæringar hjá okkur næstu dagana og vikurnar sem mun reyndar aðallega snúa að nemendum í 6.-7. bekk og list- og verkgreinakennslu. Við upplýsum um allar breytingar sem varða staðsetningar nemenda um leið og framþróun verður í þeim málum hjá okkur.