Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frekari lokanir í Flataskóla og Hofsstaðaskóla

24.01.2023 16:07
Frekari lokanir í Flataskóla og Hofsstaðaskóla

Verkfræðistofan Mannvit hefur unnið að heildarúttektum á skólahúsnæði Hofsstaðaskóla og Flataskóla vegna rakaskemmda. Fyrstu niðurstöður sýnatöku bárust 23.janúar og hefur Garðabær gripið til þess ráðs að loka rýmum i báðum skólum í kjölfarið. Kennsla mun raskast í skólunum vegna þessa næstu tvo daga fyrir ákveðnar bekkjardeildir.

Flataskóli: Fjórar bekkjarstofur, matsalur og húsnæði leikskóladeildar.
Hofsstaðaskóli: Um er að ræða bekkjarstofur, tölvustofu og bókageymslu.
Bæjaryfirvöld og skólastjórar leggja áherslu á að grípa til aðgerða strax til að tryggja öryggi starfsfólks og nemenda. Forráðamenn og starfsfólk skólanna fengu sendan upplýsingapóst að kvöldi 23.01. vegna málsins.

Bæjaryfirvöld bíða nánari upplýsinga úr sýnatökum. Þegar hafa verið tekin tæplega 100 efnissýni og DNA/ryksýni í Flataskóla og rúmlega fimmtíu í Hofsstaðaskóla.

Í desember þurfti einnig að grípa til lokanna kennslurýma í báðum skólum og er nú unnið að endurbótum og nánara framkvæmdaplani fyrir skólana.

Næstu skref samkvæmt verklagi Garðabæjar:

  • Stofunum sem um ræðir verður lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir.
  • Beðið er eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verður hægt að leggja heildarmat á ástand bygginga og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Ef til þess kemur verður afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir.
  • Víðtækar hreingerningar verða framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis.
  •  Að lokum mun Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fer aftur fram 2-3 mánuðum eftir að viðgerðum er lokið.

Nánar um verklagið hér

Vakin er athygli á að á næstunni má búast við að gera þurfi breytingar á tilhögun kennslu vegna tilfærslna á bekkjarstofum eða öðru starfi og verður upplýst um það sérstaklega af skólastjórnendum.

Starfsfólk og forráðamenn fá senda reglulega upplýsingapósta um stöðu mála og allar upplýsingar um framvindu viðgerða verða birtar á vefsíðu Garðabæjar. 

Til baka

Frekari lokanir í Flataskóla og Hofsstaðaskóla

24.01.2023
Frekari lokanir í Flataskóla og Hofsstaðaskóla

Verkfræðistofan Mannvit hefur unnið að heildarúttektum á skólahúsnæði Hofsstaðaskóla og Flataskóla vegna rakaskemmda. Fyrstu niðurstöður sýnatöku bárust 23.janúar og hefur Garðabær gripið til þess ráðs að loka rýmum i báðum skólum í kjölfarið. Kennsla mun raskast í skólunum vegna þessa næstu tvo daga fyrir ákveðnar bekkjardeildir.

Flataskóli: Fjórar bekkjarstofur, matsalur og húsnæði leikskóladeildar.
Hofsstaðaskóli: Um er að ræða bekkjarstofur, tölvustofu og bókageymslu.
Bæjaryfirvöld og skólastjórar leggja áherslu á að grípa til aðgerða strax til að tryggja öryggi starfsfólks og nemenda. Forráðamenn og starfsfólk skólanna fengu sendan upplýsingapóst að kvöldi 23.01. vegna málsins.

Bæjaryfirvöld bíða nánari upplýsinga úr sýnatökum. Þegar hafa verið tekin tæplega 100 efnissýni og DNA/ryksýni í Flataskóla og rúmlega fimmtíu í Hofsstaðaskóla.

Í desember þurfti einnig að grípa til lokanna kennslurýma í báðum skólum og er nú unnið að endurbótum og nánara framkvæmdaplani fyrir skólana.

Næstu skref samkvæmt verklagi Garðabæjar:

  • Stofunum sem um ræðir verður lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir.
  • Beðið er eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verður hægt að leggja heildarmat á ástand bygginga og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Ef til þess kemur verður afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir.
  • Víðtækar hreingerningar verða framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis.
  •  Að lokum mun Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fer aftur fram 2-3 mánuðum eftir að viðgerðum er lokið.

Nánar um verklagið hér

Vakin er athygli á að á næstunni má búast við að gera þurfi breytingar á tilhögun kennslu vegna tilfærslna á bekkjarstofum eða öðru starfi og verður upplýst um það sérstaklega af skólastjórnendum.

Starfsfólk og forráðamenn fá senda reglulega upplýsingapósta um stöðu mála og allar upplýsingar um framvindu viðgerða verða birtar á vefsíðu Garðabæjar. 

Til baka
English
Hafðu samband