Kór Flataskóla byrjar aftur!
01.09.2022
Nú ætlum við að fara af stað aftur með kórinn í Flataskóla og viljum við hvetja öll börn í 3.- 7. bekk sem vilja syngja að koma og vera með. Æfingar verða einu sinni í viku, miðvikudögum kl. 14:15-15:15 og kórstjóri verður Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Í kór lærir maður ýmislegt gagnlegt sem á eftir að nýtast manni í framtíðinni, meðal annars:
- Syngja í hóp og finna samhljóm
- Standa og fylgja fyrirmælum
- Skilning og framburð á texta
- Túlkun tilfinninga
- Þjálfa tóneyrað
- Frábær félagsskapur og vinátta
- Koma fram á viðburðum og tónleikum
Foreldrar geta skráð börn sín með því að senda tölvupóst á Sólveigu á vocalist@vocalist.is með upplýsingum um nafn barns og bekk.
Við byrjum 7. september og hlökkum til að fara af stað aftur með kórastarfið.