Upplýsingar um skráningu í hádegismat
09.08.2022
Garðabær hefur gert samning við fyrirtækið Matartímann sem sér um framleiðslu og framreiðslu á heitum mat fyrir nemendur í hádeginu. Matartíminn er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna og sérhæfir sig í þjónustu við mötuneyti, með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla. Á heimasíðu Matartímans, matartiminn.is er gott aðgengi að matseðlum https://matartiminn.is/matsedlar/ ásamt ítarlegum upplýsingum um innihald máltíða, ofnæmisvalda og næringargildi. Þar er einnig að finna ýmsan annan áhugaverðan fróðleik. Skráning í mat
Opnað verður fyrir skráningu að áskrift 19. ágúst 2022 kl. 13:00 á heimasíðunni matartiminn.is
ATH! Skráning fyrir september líkur 25 ágúst.
Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlega sendið tölvupóst á matartiminn@matartiminn.is
Áskriftarskilmálar
Fyrsta áskriftartímabil er frá upphafi skólaárs út september, eftir það er hvert áskriftartímabil almanaksmánuðurinn að undanskildu síðasta áskriftartímabili sem nær frá 1. maí til loka skólaárs.
Áskriftarsamningurinn er á ábyrgð forráðamanna barnsins og framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli mánaða nema tilkynningar berist um annað.
Eftir að barn er komið í mataráskrift þurfa allar óskir um breytingar að berast með tölvupósti á netfangið matartiminn@matartiminn.is fyrir 20. dag mánaðar á undan svo þær taki gildi fyrir komandi mánuð.
Gjalddagi er 1. dagur hvers áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar.
Reikningar teljast samþykktir ef ekki berst athugasemd innan 5 daga frá gjalddaga.
Berist greiðsla ekki innan umsamins greiðslufrest er heimilt að hætta afgreiðslu máltíða.
Mataráskriftin ásamt 390 kr. seðilgjaldi greiðist með greiðsluseðli í heimabanka eða með greiðslukorti.
Heimilt er að hefja áskrift eftir að skólaárið hefst og ef skráning berst fyrir 20. dags mánaðar hefst áskrift 1. næsta mánaðar á eftir.