Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar vegna ferðalaga til útlanda um páska

25.03.2021

Farþegar þurfa að fara í tvær sýnatökur til greiningar á COVID-19 eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum svo 5 dögum síðar og vera í sóttkví meðan beðið er eftir seinni sýnatöku. Sóttkví líkur með neikvæðri niðurstöðu. Frá og með 1. apríl næst komandi þurfa öll börn fædd 2005 og síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Börn sem ferðast með foreldrum eða forráðamönnum eða einhverjum öðrum sem skylt er að fara í sóttkví fylgja þeim í sóttkví og losna úr henni með seinni sýnatöku samfylgdarfólks. Börn þurfa þó ekki að framvísa neikvæðu PCR prófi við komu. Það er mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda til þess að koma í veg fyrir smit í skólum og í samfélaginu. Það hefur mikil áhrif á skólastarf þegar upp koma smit í skólum, eins og við höfum margoft séð. Í kjölfarið þurfa oft mörg börn og fjölskyldur þeirra að fara í sóttkví sem er íþyngjandi aðgerð sem raskar daglegu lífi. Hægt er að minnka líkurnar á slíkum inngripum með því að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis og stjórnvalda og fylgjast vel með öllum breytingum á þeim sem er hægt að nálgast á covid.is. Með von um góðar viðtökur og ósk um gleðilega páska

Upplýsingar á ensku

Upplýsingar á pólsku

Til baka
English
Hafðu samband