Heimsókn Bjarna Fritzsonar
Bjarni Fritzon rithöfundur var með fræðslu fyrir drengi í 4.-7. bekk í Flataskóla 2. og 4. febrúar. Hann talaði um mikilvægi góðra samskipta, að nauðsynlegt væri að koma fram við bekkjarfélaga af virðingu og vera uppbyggilegur í framkomu.
Bjarni lagði mikla áhverslu á að samskipti séu hæfni sem hægt er að æfa sig að ná betri tökum á og að þegar maður gerir mistök sé mikilvægt að geta beðist afsökunar.
Hann fjallaði um hve gott andrúmsloft er hægt að skapa með því að vera duglegur að hrósa öðrum, vanda sig við að heilsa og sýna hjálpsemi og stuðning þegar þörf er á. Hann tók dæmi af því að í fótbolta væri ekki uppbyggilegt að niðurlægja þá sem gera mistök, mikilvægara væri að vera hvetjandi og styðjandi. Þannig skapast sterkari liðsheild sem sameiginlega nær markmiðum sínum.
Bjarni fór með drengina í hópeflisleiki. og í 6. og 7. bekk unnu nemendur verkefni og settu sér markmið.