Þemadagar í Flataskóla
20.11.2019
Dagana 18. – 22. nóvember eru þemadagar í skólanum. Markmið þemadaganna er að vinna með börn frá ólíkum heimsálfum og fjölbreytileikann á skapandi hátt. Hver árgangur vinnur með eina ákveðna heimsálfu og var dregið um það í morgunsamveru hvaða heimsálfu hver árgangur ynni með. Allir árgangar vinna verkefni tengd sinni heimsálfu og setja saman eitt atriði sem sett eru saman í sýningu sem flutt er á sviði.
Föstudaginn 29. nóvember kl. 12:30 verður sérstök sýning fyrir aðstandendur. Selt verður inn á sýninguna og mun allur ágóði renna til góðgerðamála. Það er hluti af samfélagsverkefni skólans, Látum gott af okkur leiða. Nemendur fá að taka þátt í því að velja það sem við styrkjum. Nánari upplýsingar um sýninguna koma þegar nær dregur.