Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnaþing í Flataskóla

20.11.2019

Í dag á degi mannréttinda barna – 20. nóvember verður haldið barnaþing með öllum nemendum skólans. Þingið er haldið að fyrirmynd frá Laugarnesskóla sem er réttindaskóli UNICEF eins og Flataskóli.

Nemendur í 7. bekk stjórna þinginu og kennarar eru fundarritarar. Allir nemendur í skólanum hafa tækifæri til þess að velja sjálfir umræðuefni. Nemendur í 7. bekk hafa verið að undirbúa sig fyrir þingið og fengið fræðslu frá unglingaráði UNICEF og unglingaráði umboðsmanns barna.

Til baka
English
Hafðu samband