Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UMSK-hlaup á Kópavogsvelli 17.október.

18.10.2019
UMSK-hlaup á Kópavogsvelli 17.október.

Nemendur í 5. 6. og 7.bekk Flataskóla tóku þátt í hinu árlega UMSK-hlaupi á Kópavogsvelli 17.október.
Hlaupnir voru 400 metrar hjá 5.bekk en 800 metrar hjá 6. og 7.bekk. Margir nemendur unnu stóra persónulega sigra
á hlaupabrautinni og var ungmennafélagsandinn í hávegum hafður.

Veður var með besta móti og hafði það greinilega góð áhrif á krakkana sem sópuðu til sín verðlaunum.

(Mynd birt með leyfi foreldra).

Til baka
English
Hafðu samband